Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2020 23:19 Frá Thule-herstöðinni á Grænlandi. Hún er nyrsta bækistöð Bandaríkjahers. U.S. Air Force/David Buchanan Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin: Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin:
Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32