Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Telma tómasson skrifa 29. október 2020 06:50 Þyrla Gæslunnar heldur til leitar í birtingu. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59