Varaforseti UEFA um nýju úrvalsdeildina: Sjálfselska og græðgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 11:30 Fernando Gomes, varaforseti UEFA með forsetanum Aleksander Ceferin. Getty/Bruno Barros Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu. Fótbolti UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu.
Fótbolti UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira