Varaforseti UEFA um nýju úrvalsdeildina: Sjálfselska og græðgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 11:30 Fernando Gomes, varaforseti UEFA með forsetanum Aleksander Ceferin. Getty/Bruno Barros Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu. Fótbolti UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu.
Fótbolti UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti