Þórir kallar eftir sömu Covid-reglum fyrir allar á EM Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 16:00 Þórir Hergeirsson hefur verið afar sigursæll sem þjálfari Noregs og stefnir sjálfsagt á verðlaun á EM í desember, hvort sem það verður í Noregi eða Danmörku. Getty/Oliver Hardt Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, segir það ekki sanngjarnt að sum lið á EM í desember eigi frekar á hættu en önnur að lenda í sóttkví. Til stendur að móti fari fram í Noregi og Danmörku en til greina kemur að mótið fari alfarið fram í Danmörku. Það er vegna þess að strangari sóttvarnareglur gilda í Noregi. Norski miðillinn TV 2 benti á að ef smit greindist hjá leikmanni eða þjálfara liðs sem spili sína leiki í Noregi þá þyrfti allt liðið að fara í sóttkví, og jafnvel einnig lið mótherja. Í Danmörku þyrfti smitaður leikmaður vissulega að fara í einangrun en ekki endilega allt liðið í sóttkví. „Reglurnar þurfa að vera eins í Noregi og Danmörku,“ segir Þórir við VG. Norski miðillinn greindi frá því á mánudag að til skoðunar væri að færa allt mótið til Danmerkur. „Út frá þeirri hugsun að keppt sé á jöfnum grundvelli þá verða sömu reglur að gilda um alla. Það skiptir okkur mjög miklu máli. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða reglurnar innan vallar eða rammann sem settur er utan vallar á mótinu,“ segir Þórir. Þórir segir að reglur tengdar smitfaraldrinum séu að sjálfsögðu mikilvægar varðandi EM: „Þær setja rammann fyrir EM. Þess vegna er mikilvægt að þær séu svipaðar. Svo verða aðrir en ég að svara því hvort það er hægt. Þetta eru strangar reglur og það er vegna þess að stjórnvöld telja mikilvægt að svo sé. Við megum ekki gleyma að við erum hluti af einhverju mun stærra og megum ekki setja okkur á hærri stall en samfélagið allt,“ segir Þórir. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, segir það ekki sanngjarnt að sum lið á EM í desember eigi frekar á hættu en önnur að lenda í sóttkví. Til stendur að móti fari fram í Noregi og Danmörku en til greina kemur að mótið fari alfarið fram í Danmörku. Það er vegna þess að strangari sóttvarnareglur gilda í Noregi. Norski miðillinn TV 2 benti á að ef smit greindist hjá leikmanni eða þjálfara liðs sem spili sína leiki í Noregi þá þyrfti allt liðið að fara í sóttkví, og jafnvel einnig lið mótherja. Í Danmörku þyrfti smitaður leikmaður vissulega að fara í einangrun en ekki endilega allt liðið í sóttkví. „Reglurnar þurfa að vera eins í Noregi og Danmörku,“ segir Þórir við VG. Norski miðillinn greindi frá því á mánudag að til skoðunar væri að færa allt mótið til Danmerkur. „Út frá þeirri hugsun að keppt sé á jöfnum grundvelli þá verða sömu reglur að gilda um alla. Það skiptir okkur mjög miklu máli. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða reglurnar innan vallar eða rammann sem settur er utan vallar á mótinu,“ segir Þórir. Þórir segir að reglur tengdar smitfaraldrinum séu að sjálfsögðu mikilvægar varðandi EM: „Þær setja rammann fyrir EM. Þess vegna er mikilvægt að þær séu svipaðar. Svo verða aðrir en ég að svara því hvort það er hægt. Þetta eru strangar reglur og það er vegna þess að stjórnvöld telja mikilvægt að svo sé. Við megum ekki gleyma að við erum hluti af einhverju mun stærra og megum ekki setja okkur á hærri stall en samfélagið allt,“ segir Þórir.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira