MIFF fordæmir útgáfu og sölu hatursrits gegn helförinni Stjórn MIFF skrifar 30. október 2020 14:00 MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun