MIFF fordæmir útgáfu og sölu hatursrits gegn helförinni Stjórn MIFF skrifar 30. október 2020 14:00 MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar