Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Bergsveinn Ólafsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun