Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 14:42 Donald Trump, forseti, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. AP/Bruce Kluckhohn Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00