Hömpuðu einum merkasta leikmanni Íslandssögunnar í Körfuboltakvöldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:36 Pétur Guðmundsson er að margra mati einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. NBA Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira