Allir í skimun í Slóvakíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 13:31 Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. EPA/JAKUB GAVLAK Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231. Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231.
Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45