Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konum ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Instagram/Samsett Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520 CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira