Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Úr leik með grænska landsliðinu. getty/Gabriel Rossi Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30. HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30.
HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira