Dagur: Þetta verður eitthvað ævintýralegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Dagur Arnarsson er spenntur fyrir tímabilinu. Skjámynd/S2 Sport Hinn skemmtilegi Dagur Arnarsson hefur þurft að taka meiri ábyrgð í liði ÍBV í Olís deild karla á þessu tímabili og Seinni bylgjan hitti á hann á dögunum í gamla salnum í Eyjum. Dagur Arnarsson byrjaði tímabilið vel og er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðum Olís deildar karla. Hann hefur einnig skorað 20 mörk í þessum fjórum leikjum og hefur þar með komið með beinum hætti að 10,3 mörkum í leik með marki (4,8) eða stoðsendingu (5,5). Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var á ferðinni í Vestmannaeyjum á dögunum og hitti þá Dag Arnarsson á síðasta deginum sem Eyjaliðið mátti æfa saman. Misjafnir í heimaæfingunum „Tilfinningin er mjög skrítin. Við förum á síðustu æfinguna á eftir og fáum að hittast. Svo er bara ‚lockdown' í einhvern tíma og þetta verður eitthvað ævintýralegt,“ sagði Dagur Arnarsson í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. En hvernig er ÍBV mannskapurinn í heimæfingunum? „Við erum misjafnir eins og við erum flestir. Við fáum prógramm og vonandi fylgja menn því eftir,“ sagði Dagur. Dagur Arnarsson hefur farið á kostum með ÍBV á þessu tímabili.vísir/daníel þór ÍBV liðið hefur breyst talsvert á milli tímabili og liðið er búið að missa út reynslubolta. Dagur er einn af þeim sem þarf því að axla meiri ábyrgð. Er hann tilbúinn í það? „Já algjörlega. Þetta er bara flott tækifæri. Við missum góða leikmenn og þá fáum við hinir tíma til að sýna hvað í okkur býr. Það er frábært,“ sagði Dagur. „Maður hefur alltaf verið númer tvö eins og menn segja. Það hefur gengið þokkalega og verið bara flott,“ sagði Dagur. Ekki fengið mikinn tíma á vellinum „Það hefur gengið mjög vel að púsla þessu saman. Við höfum náttúrulega ekki fengið mikinn tíma á vellinum sjálfum en erum ánægðir með þá leiki sem verið erum búnir að spila fyrir utan kannski einn. Liðið sjálft er mjög flott finnst mér,“ sagði Dagur og markmiðin eru alltaf háleit í Vestmannaeyjum. „Auðvitað stefnir ÍBV alltaf hátt sama hvar það er. Við teljum okkur vera með gott lið og ætlum að berjast um eitthvað. Ég held að við höfum alla burði í það,“ sagði Dagur en hvar sér hann liðið vera miðað við önnur lið í Olís deild karla? „Eins og staðan var þegar við stoppuðum þá fannst okkur við vera á þeim stað sem við erum,“ sagði Dagur en ÍBV liðið er í öðru til fjórða sæti með sex stig úr fjórum leikjum eins og Valur og Haukar. Afturelding er síðan með einu stigi meira á toppnum. „Við mætum Haukum og eigum dapran leik en mætum svo Val og eigum mjög góðan leik. Þetta er svolítið upp og niður hjá okkur en á meðan við erum góðir þá erum við drullugóðir,“ sagði Dagur. Dagur Arnarsson skorar fyri ÍBV í Olís deildinni.vísir/daníel Henry Birgir spurði Dag út í heimavöllinn og áhorfendurna í Vestmannaeyjum. Hvernig verður ÍBV liðið á heimavelli án áhorfenda? Bæjarfélagið með þeim „Það verður skrítið og við verðum að vera alveg heiðarlegir þar. Við eigum, að mér finnst, bestu stuðningsmennina á landinu. Bæjarfélagið sem heild fylgist með þessu og þú ferð ekkert inn í Krónu ef þú tapar og færð ekki að heyra það. Við þurfum þá bara einhvern veginn að gíra okkur upp í það með samfélaginu þótt verði ekki inn í sal með okkur. Við vitum þá af þeim heima að horfa,“ sagði Dagur. Það er líklegt að leikið verði í kringum jól og áramót til að ná að klára eitthvað af þessum leikjum sem hafa safnaðist upp. „Það verður eitthvað skrítið að spila á milli jóla og nýárs. Það verður þá bara eins og þetta er í Þýskalandi og á öðrum stöðum. Þar er spilað og við þurfum bara að gíra okkur inn í það. Það verður ekkert mál fyrir mig, búandi í Vestmannaeyjum og þurfa að spila einhverja leiki. Kannski er það öðruvísi fyrir þá sem eru að koma hingað eða eru ekki með fjölskyldu sína hérna. Þá þurfa þeir kannski að vera einir á annan í jólum eða á jóladag,“ sagði Dagur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Dag Arnarsson Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Hinn skemmtilegi Dagur Arnarsson hefur þurft að taka meiri ábyrgð í liði ÍBV í Olís deild karla á þessu tímabili og Seinni bylgjan hitti á hann á dögunum í gamla salnum í Eyjum. Dagur Arnarsson byrjaði tímabilið vel og er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðum Olís deildar karla. Hann hefur einnig skorað 20 mörk í þessum fjórum leikjum og hefur þar með komið með beinum hætti að 10,3 mörkum í leik með marki (4,8) eða stoðsendingu (5,5). Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var á ferðinni í Vestmannaeyjum á dögunum og hitti þá Dag Arnarsson á síðasta deginum sem Eyjaliðið mátti æfa saman. Misjafnir í heimaæfingunum „Tilfinningin er mjög skrítin. Við förum á síðustu æfinguna á eftir og fáum að hittast. Svo er bara ‚lockdown' í einhvern tíma og þetta verður eitthvað ævintýralegt,“ sagði Dagur Arnarsson í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. En hvernig er ÍBV mannskapurinn í heimæfingunum? „Við erum misjafnir eins og við erum flestir. Við fáum prógramm og vonandi fylgja menn því eftir,“ sagði Dagur. Dagur Arnarsson hefur farið á kostum með ÍBV á þessu tímabili.vísir/daníel þór ÍBV liðið hefur breyst talsvert á milli tímabili og liðið er búið að missa út reynslubolta. Dagur er einn af þeim sem þarf því að axla meiri ábyrgð. Er hann tilbúinn í það? „Já algjörlega. Þetta er bara flott tækifæri. Við missum góða leikmenn og þá fáum við hinir tíma til að sýna hvað í okkur býr. Það er frábært,“ sagði Dagur. „Maður hefur alltaf verið númer tvö eins og menn segja. Það hefur gengið þokkalega og verið bara flott,“ sagði Dagur. Ekki fengið mikinn tíma á vellinum „Það hefur gengið mjög vel að púsla þessu saman. Við höfum náttúrulega ekki fengið mikinn tíma á vellinum sjálfum en erum ánægðir með þá leiki sem verið erum búnir að spila fyrir utan kannski einn. Liðið sjálft er mjög flott finnst mér,“ sagði Dagur og markmiðin eru alltaf háleit í Vestmannaeyjum. „Auðvitað stefnir ÍBV alltaf hátt sama hvar það er. Við teljum okkur vera með gott lið og ætlum að berjast um eitthvað. Ég held að við höfum alla burði í það,“ sagði Dagur en hvar sér hann liðið vera miðað við önnur lið í Olís deild karla? „Eins og staðan var þegar við stoppuðum þá fannst okkur við vera á þeim stað sem við erum,“ sagði Dagur en ÍBV liðið er í öðru til fjórða sæti með sex stig úr fjórum leikjum eins og Valur og Haukar. Afturelding er síðan með einu stigi meira á toppnum. „Við mætum Haukum og eigum dapran leik en mætum svo Val og eigum mjög góðan leik. Þetta er svolítið upp og niður hjá okkur en á meðan við erum góðir þá erum við drullugóðir,“ sagði Dagur. Dagur Arnarsson skorar fyri ÍBV í Olís deildinni.vísir/daníel Henry Birgir spurði Dag út í heimavöllinn og áhorfendurna í Vestmannaeyjum. Hvernig verður ÍBV liðið á heimavelli án áhorfenda? Bæjarfélagið með þeim „Það verður skrítið og við verðum að vera alveg heiðarlegir þar. Við eigum, að mér finnst, bestu stuðningsmennina á landinu. Bæjarfélagið sem heild fylgist með þessu og þú ferð ekkert inn í Krónu ef þú tapar og færð ekki að heyra það. Við þurfum þá bara einhvern veginn að gíra okkur upp í það með samfélaginu þótt verði ekki inn í sal með okkur. Við vitum þá af þeim heima að horfa,“ sagði Dagur. Það er líklegt að leikið verði í kringum jól og áramót til að ná að klára eitthvað af þessum leikjum sem hafa safnaðist upp. „Það verður eitthvað skrítið að spila á milli jóla og nýárs. Það verður þá bara eins og þetta er í Þýskalandi og á öðrum stöðum. Þar er spilað og við þurfum bara að gíra okkur inn í það. Það verður ekkert mál fyrir mig, búandi í Vestmannaeyjum og þurfa að spila einhverja leiki. Kannski er það öðruvísi fyrir þá sem eru að koma hingað eða eru ekki með fjölskyldu sína hérna. Þá þurfa þeir kannski að vera einir á annan í jólum eða á jóladag,“ sagði Dagur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Dag Arnarsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira