Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Alex Már Jóhannsson er þolandi stuðningsfulltrúans. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. vísir/sigurjón Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum