Van Basten segist hafa átt að hætta fyrr: „Sársaukinn var ekki þess virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2020 08:00 Marco van Basten varð tvisvar sinnum Evrópumeistari með AC Milan. getty/Alessandro Sabattini Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum. Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira
Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum.
Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira