Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2020 12:56 Kristján Þór Júlíusson hrósar öllum aðilum í riðumálinu sem hafi unnið vel í svo ömurlegu máli. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær. Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira