Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2020 12:56 Kristján Þór Júlíusson hrósar öllum aðilum í riðumálinu sem hafi unnið vel í svo ömurlegu máli. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær. Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira