Ráðherra veitir undanþágu vegna urðunar fjár við Skarðsmóa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2020 14:33 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að förgun fjárins varði almannaheill. Því sé undanþágan veitt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Þar stendur til að urða sauðfé frá búum í Tröllaskagahólfi vegna riðuveiki. Er það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að hröð förgun dýranna varði almannaheill og mæti því skilyrðum um undanþágu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Skagafirði og var um sjö hundrað fjár frá Stóru-Ökrum fellt í gær. Hræin voru sett í lekahelda gáma og hefur hluti verið sendur til brennslu í brennslustöð Kölku í Helguvík. „Við getum ekki tekið mikið magn í einu því við þurfum að blanda þetta með öðru rusli. Þetta er ekki efni sem brennur og þetta myndi taka langan tíma að brenna þessum þúsundum hræja,“ sagði Ingþór Karlsson, rekstrarstjóri brennslu hjá Kölku, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Nú hefur verið gefið grænt ljós á urðun við Skarðsmóa. Heildarfjöldi fjár sem þarf að farga er um þrjú þúsund. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að sá úrgangur sem talin er að mest áhætta stafi af varðandi riðusmit verði brennur. Þau dýrahræ sem ekki sé unnt að brenna verði urðuð undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Af því má ráða að eldri kindur og kindur sem hugsanlega hafa sýnt einkenni riðu verða send suður til brennslu. Lömb og yngri einstaklingar verða urðaðir fyrir norðan. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að urðun riðusmitaðs úrgangs falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Óheimilt sé að gefa út starfsleyfi til framkvæmdarinnar fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Lög um mat á umhverfisáhrifum heimili hins vegar ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að undanþiggja tiltekna framkvæmd, mati á umhverfisáhrifum varði framkvæmdin almannaheill og/eða öryggi landsins. Í slíkum tilvikum skuli ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaaðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður undanþágunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segist hafa aflað umsagnar Skipulagsstofnunar og tekið ákvörðun um að undanþiggja framkvæmdina lögum um mat á umhverfisáhrifum enda eru uppfyllt skilyrði laga um almannaheill. Aðgerðir í samræmi við lög um dýrasjúkdóma „Aðgerðir til að sporna gegn riðuveiki fela í sér aðgerðir í þágu almannahagsmuna og nauðsynlegt er að grípa til skjótra aðgerða. Aðgerðirnar eiga sér stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá liggur fyrir að kannaðir hafi verið aðrir möguleikar til að farga hinum sóttmengaða úrgangi sem ekki næst að brenna og koma ekki aðrir möguleikar til greina en urðun,“ segir á vef ráðuneytisins. Að mati ráðuneytisins getur útbreiðsla riðuveiki haft alvarlegar félagslegar og hagrænar afleiðingar í sveitum landsins. Er það því mat ráðuneytisins að skilyrði laga um mat á umhverfisáhrifum séu uppfyllt. Um sé að ræða framkvæmd sem varðar almannaheill og telja verður að markmiði framkvæmdarinnar verði ekki náð verði hún háð mati á umhverfisáhrifum, enda mikilvægt að hefta útbreiðslu veikinnar sem fyrst. Umhverfisáhrif urðunar í Skarðsmóum Notkun urðunarstaðarins við Skarðsmóa í Skagafirði var hætt árið 2012 og fyrir liggur lokunaráætlun frá þeim tíma. Þar er m.a. að finna lýsingu á staðháttum og hvernig staðið var að vöktun á meðan urðun fór fram. Þá er þar að finna niðurstöður vöktunar og mælinga á rekstrartíma sem og áætlun um vöktun og frágang eftir lokun. Að mati Skipulagsstofnunar eru umhverfisáhrif urðunar að Skarðsmóum mikið til þekkt, enda var þar starfræktur urðunarstaður til fjölda ára Í lokunarskýrslu urðunarstaðarins er fjallað um helstu umhverfisvandamál sem hafa komið upp. Einnig er þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum vöktunar frá rekstrartíma og eftir að urðun var hætt þar. Samkvæmt lokunaráætluninni er talið að um 250.000 tonn af úrgangi hafi verið urðuð á staðnum á tímabilinu 1987 til 2012 og að riðufé hafi áður verið urðað á svæðinu. Fram kemur að vöktun á rekstrartíma hefur ekki leitt í ljós nein sérstök neikvæð umhverfisáhrif sem taka þarf á við lokun urðunarstaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun fór sýnataka í Skarðsmóum síðast fram árið 2016 og niðurstöður hennar benda til að mengunar gæti ekki frá urðunarstaðnum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56 Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Þar stendur til að urða sauðfé frá búum í Tröllaskagahólfi vegna riðuveiki. Er það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að hröð förgun dýranna varði almannaheill og mæti því skilyrðum um undanþágu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Skagafirði og var um sjö hundrað fjár frá Stóru-Ökrum fellt í gær. Hræin voru sett í lekahelda gáma og hefur hluti verið sendur til brennslu í brennslustöð Kölku í Helguvík. „Við getum ekki tekið mikið magn í einu því við þurfum að blanda þetta með öðru rusli. Þetta er ekki efni sem brennur og þetta myndi taka langan tíma að brenna þessum þúsundum hræja,“ sagði Ingþór Karlsson, rekstrarstjóri brennslu hjá Kölku, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Nú hefur verið gefið grænt ljós á urðun við Skarðsmóa. Heildarfjöldi fjár sem þarf að farga er um þrjú þúsund. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að sá úrgangur sem talin er að mest áhætta stafi af varðandi riðusmit verði brennur. Þau dýrahræ sem ekki sé unnt að brenna verði urðuð undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Af því má ráða að eldri kindur og kindur sem hugsanlega hafa sýnt einkenni riðu verða send suður til brennslu. Lömb og yngri einstaklingar verða urðaðir fyrir norðan. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að urðun riðusmitaðs úrgangs falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Óheimilt sé að gefa út starfsleyfi til framkvæmdarinnar fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Lög um mat á umhverfisáhrifum heimili hins vegar ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að undanþiggja tiltekna framkvæmd, mati á umhverfisáhrifum varði framkvæmdin almannaheill og/eða öryggi landsins. Í slíkum tilvikum skuli ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaaðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður undanþágunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segist hafa aflað umsagnar Skipulagsstofnunar og tekið ákvörðun um að undanþiggja framkvæmdina lögum um mat á umhverfisáhrifum enda eru uppfyllt skilyrði laga um almannaheill. Aðgerðir í samræmi við lög um dýrasjúkdóma „Aðgerðir til að sporna gegn riðuveiki fela í sér aðgerðir í þágu almannahagsmuna og nauðsynlegt er að grípa til skjótra aðgerða. Aðgerðirnar eiga sér stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá liggur fyrir að kannaðir hafi verið aðrir möguleikar til að farga hinum sóttmengaða úrgangi sem ekki næst að brenna og koma ekki aðrir möguleikar til greina en urðun,“ segir á vef ráðuneytisins. Að mati ráðuneytisins getur útbreiðsla riðuveiki haft alvarlegar félagslegar og hagrænar afleiðingar í sveitum landsins. Er það því mat ráðuneytisins að skilyrði laga um mat á umhverfisáhrifum séu uppfyllt. Um sé að ræða framkvæmd sem varðar almannaheill og telja verður að markmiði framkvæmdarinnar verði ekki náð verði hún háð mati á umhverfisáhrifum, enda mikilvægt að hefta útbreiðslu veikinnar sem fyrst. Umhverfisáhrif urðunar í Skarðsmóum Notkun urðunarstaðarins við Skarðsmóa í Skagafirði var hætt árið 2012 og fyrir liggur lokunaráætlun frá þeim tíma. Þar er m.a. að finna lýsingu á staðháttum og hvernig staðið var að vöktun á meðan urðun fór fram. Þá er þar að finna niðurstöður vöktunar og mælinga á rekstrartíma sem og áætlun um vöktun og frágang eftir lokun. Að mati Skipulagsstofnunar eru umhverfisáhrif urðunar að Skarðsmóum mikið til þekkt, enda var þar starfræktur urðunarstaður til fjölda ára Í lokunarskýrslu urðunarstaðarins er fjallað um helstu umhverfisvandamál sem hafa komið upp. Einnig er þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum vöktunar frá rekstrartíma og eftir að urðun var hætt þar. Samkvæmt lokunaráætluninni er talið að um 250.000 tonn af úrgangi hafi verið urðuð á staðnum á tímabilinu 1987 til 2012 og að riðufé hafi áður verið urðað á svæðinu. Fram kemur að vöktun á rekstrartíma hefur ekki leitt í ljós nein sérstök neikvæð umhverfisáhrif sem taka þarf á við lokun urðunarstaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun fór sýnataka í Skarðsmóum síðast fram árið 2016 og niðurstöður hennar benda til að mengunar gæti ekki frá urðunarstaðnum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56 Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56
Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43