Stjórnarandstaðan segir nýtt kjarnorkuver Lúkasjenkó vopn gegn Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 12:27 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skoðar kjarnorkuverið í Astravets ásamt ráðgjöfum sínum og starfsmönnum versins. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir. Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir.
Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24