Opið bréf til hluthafa Baldur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun