Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 17:37 Rússneska herþyrlan var skotin niður yfir Armeníu í dag. Aserar hafa viðurkennt að hafa óvart skotið hana niður og beðist afsökunar. Vísir/EPA Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38