Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:01 Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til. mynd/Stöð 2 Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“ Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“
Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira