Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Hvorki Vladímír Pútín né Xi Jinping hafa tjáð sig opinberleg um kosningasigur Biden og Harris. Nicolas Asfouri - Pool/Getty Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. Þeirra á meðal eru Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Xi Jinping, forseti Kína. Bandaríski fjölmiðillinn fjallar um málið, og greinir ástæður þess að leiðtogar stórra ríkja hafa ekki séð hag sinn í því að óska Biden og Harris til hamingju með sigurinn, eða tjá sig um hann á nokkurn hátt. Rússar bíða og sjá Árið 2016 höfðu stjórnvöld í Kreml í Rússlandi óskað Donald Trump til hamingju með kosningasigur hans á Hillary Clinton, nokkrum klukkustundum eftir að helstu fjölmiðlar lýstu hann sigurvegara kosninganna. Vladímír Pútín hefur hins vegar ekki óskað Biden til hamingju með sigurinn nú, en Dímitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda, segir að sigurvegarinn fái ekki hamingjuóskir frá Rússlandi fyrr en opinberar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Í forsetatíð Trumps fór hann gegn þeirri stefnu sem lengi hafði ríkt í utanríkismálum Bandaríkjanna, þegar hann talaði ítrekað afar vel um Pútín og virtist eiga í góðu sambandi við hann. Stjórnmálaskýrendur vestra telja ekki að vænta megi sömu vinsemdar í garð Rússa eftir að Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar á næsta ári. Í október á síðasta ári sagði Biden að Rússland væri meginógnin við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Talsmaður rússneskra stjórnvalda fordæmdi ummælin og sagði þau ýta undir hatur gagnvart Rússlandi. Kína kveðst fylgja alþjóðavenju Einn þeirra þjóðarleiðtoga sem óskaði Trump til hamingju fljótlega eftir sigur hans 2016 var Xi Jinping. Hann á það sameiginlegt með Pútín að hafa ekki enn óskað Biden til hamingju með sigurinn. Raunar hefur ríkisstjórn Kína forðast að svara spurningum um hvort og hvenær Biden fengi hamingjuóskir, líkt og venjan er þegar nýr forseti tekur við. Svarið var einfaldlega að Kína myndi haga sínum málum í samræmi við „alþjóðlega venju.“ Í greiningu CNN á málinu er ástæðan fyrir þessu þó sögð auðfundin. Biden hefur í aðdraganda kosninganna talað um að hann muni taka harðar á Kínverjum en Trump, og því ljóst að kínversk stjórnvöld eru ekki spennt fyrir því að sjá samband ríkjanna tveggja breytast með tilkomu nýs forseta. Forseti Tyrklands á von á breyttum viðbrögðum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í hópi þeirra sem ekki hafa óskað Biden til hamingju. Trump hefur meðal annars hrósað Erdogan fyrir viðbrögð hans við valdaránstilraun í Tyrklandi árið 2016. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hefur Erdogan styrkt stöðu sína verulega og sölsað undir sig völd í landinu. Í greiningu CNN segir þá að Trump hafi ekki haft mikil afskipti af aðgerðum Tyrkja, meðal annars gagnvart Kúrdum. Þegar hermenn Bandaríkjanna voru að miklu leyti dregnir frá Sýrlandi voru bandamenn þeirra í baráttunni gegn ISIS, Kúrdar, berskjaldaðir gagnvart hersveitum Tyrkja. Sjá einnig: Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Á síðasta ári sagði Biden að hann myndi nálgast samband Bandaríkjanna við Tyrki „á annan hátt“ en Trump forseti hefur gert og að Erdogan þyrfti að „gjalda“ fyrir innrásina í Sýrland. Hefur forsetinn nýkjörni meðal annars velt því upp að Bandaríkjamenn hætti að selja Tyrkjum vopn. Íslenskir embættismenn senda heillaóskir Ísland er ekki í hópi þeirra ríkja hvers helstu embættismenn hafa ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna og óskað Biden og Harris til hamingju með sigurinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa öll óskað Biden og Harris til hamingju með sigurinn. Katrín sendi frá sér tvö tíst þar sem hún óskaði Biden og Harris til hamingju með sigurinn í sitthvoru lagi. Kvaðst hún hlakka til að styrkja samband Íslands og Bandaríkjanna í mikilvægum málum á borð við loftslagsbreytingar og mannréttindi. Congratulations @JoeBiden on your win as President elect of the United States of America. I wish you well in office and look forward to further strengthening our countries relations on crucial matters such as climate change and human rights.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020 Delighted to congratulate @KamalaHarris on your historic win as Vice President elect of the United States of America. I wish you all the best and look forward to your leadership in office.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020 Guðlaugur Þór sendi heillaóskir og sagði kosningarnar til marks um styrk bandarísks lýðræðis. Congratulations to @JoeBiden and @KamalaHarris. Record voter turnout attests to the strength of US #democracy. The #US and #Iceland have always enjoyed close #cooperation and #friendship. I look forward to developing it further with your new administration. 🇺🇸🤝🇮🇸— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 8, 2020 Guðni Th. sendi heillaóskir og óskaði Biden og Harris velfarnaðar í störfum þeirra. „Fólki farnast hvarvetna best þegar virðing er borin fyrir frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni,“ skrifaði forsetinn meðal annars. Joe Biden hefur borið sigur úr býtum í forsetakosningum í Bandaríkjunum, með Kamala Harris varaforsetaefni sér við hlið....Posted by Forseti Íslands on Saturday, 7 November 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kína Rússland Tyrkland Donald Trump Joe Biden Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. Þeirra á meðal eru Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Xi Jinping, forseti Kína. Bandaríski fjölmiðillinn fjallar um málið, og greinir ástæður þess að leiðtogar stórra ríkja hafa ekki séð hag sinn í því að óska Biden og Harris til hamingju með sigurinn, eða tjá sig um hann á nokkurn hátt. Rússar bíða og sjá Árið 2016 höfðu stjórnvöld í Kreml í Rússlandi óskað Donald Trump til hamingju með kosningasigur hans á Hillary Clinton, nokkrum klukkustundum eftir að helstu fjölmiðlar lýstu hann sigurvegara kosninganna. Vladímír Pútín hefur hins vegar ekki óskað Biden til hamingju með sigurinn nú, en Dímitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda, segir að sigurvegarinn fái ekki hamingjuóskir frá Rússlandi fyrr en opinberar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Í forsetatíð Trumps fór hann gegn þeirri stefnu sem lengi hafði ríkt í utanríkismálum Bandaríkjanna, þegar hann talaði ítrekað afar vel um Pútín og virtist eiga í góðu sambandi við hann. Stjórnmálaskýrendur vestra telja ekki að vænta megi sömu vinsemdar í garð Rússa eftir að Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar á næsta ári. Í október á síðasta ári sagði Biden að Rússland væri meginógnin við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Talsmaður rússneskra stjórnvalda fordæmdi ummælin og sagði þau ýta undir hatur gagnvart Rússlandi. Kína kveðst fylgja alþjóðavenju Einn þeirra þjóðarleiðtoga sem óskaði Trump til hamingju fljótlega eftir sigur hans 2016 var Xi Jinping. Hann á það sameiginlegt með Pútín að hafa ekki enn óskað Biden til hamingju með sigurinn. Raunar hefur ríkisstjórn Kína forðast að svara spurningum um hvort og hvenær Biden fengi hamingjuóskir, líkt og venjan er þegar nýr forseti tekur við. Svarið var einfaldlega að Kína myndi haga sínum málum í samræmi við „alþjóðlega venju.“ Í greiningu CNN á málinu er ástæðan fyrir þessu þó sögð auðfundin. Biden hefur í aðdraganda kosninganna talað um að hann muni taka harðar á Kínverjum en Trump, og því ljóst að kínversk stjórnvöld eru ekki spennt fyrir því að sjá samband ríkjanna tveggja breytast með tilkomu nýs forseta. Forseti Tyrklands á von á breyttum viðbrögðum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í hópi þeirra sem ekki hafa óskað Biden til hamingju. Trump hefur meðal annars hrósað Erdogan fyrir viðbrögð hans við valdaránstilraun í Tyrklandi árið 2016. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hefur Erdogan styrkt stöðu sína verulega og sölsað undir sig völd í landinu. Í greiningu CNN segir þá að Trump hafi ekki haft mikil afskipti af aðgerðum Tyrkja, meðal annars gagnvart Kúrdum. Þegar hermenn Bandaríkjanna voru að miklu leyti dregnir frá Sýrlandi voru bandamenn þeirra í baráttunni gegn ISIS, Kúrdar, berskjaldaðir gagnvart hersveitum Tyrkja. Sjá einnig: Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Á síðasta ári sagði Biden að hann myndi nálgast samband Bandaríkjanna við Tyrki „á annan hátt“ en Trump forseti hefur gert og að Erdogan þyrfti að „gjalda“ fyrir innrásina í Sýrland. Hefur forsetinn nýkjörni meðal annars velt því upp að Bandaríkjamenn hætti að selja Tyrkjum vopn. Íslenskir embættismenn senda heillaóskir Ísland er ekki í hópi þeirra ríkja hvers helstu embættismenn hafa ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna og óskað Biden og Harris til hamingju með sigurinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa öll óskað Biden og Harris til hamingju með sigurinn. Katrín sendi frá sér tvö tíst þar sem hún óskaði Biden og Harris til hamingju með sigurinn í sitthvoru lagi. Kvaðst hún hlakka til að styrkja samband Íslands og Bandaríkjanna í mikilvægum málum á borð við loftslagsbreytingar og mannréttindi. Congratulations @JoeBiden on your win as President elect of the United States of America. I wish you well in office and look forward to further strengthening our countries relations on crucial matters such as climate change and human rights.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020 Delighted to congratulate @KamalaHarris on your historic win as Vice President elect of the United States of America. I wish you all the best and look forward to your leadership in office.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020 Guðlaugur Þór sendi heillaóskir og sagði kosningarnar til marks um styrk bandarísks lýðræðis. Congratulations to @JoeBiden and @KamalaHarris. Record voter turnout attests to the strength of US #democracy. The #US and #Iceland have always enjoyed close #cooperation and #friendship. I look forward to developing it further with your new administration. 🇺🇸🤝🇮🇸— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 8, 2020 Guðni Th. sendi heillaóskir og óskaði Biden og Harris velfarnaðar í störfum þeirra. „Fólki farnast hvarvetna best þegar virðing er borin fyrir frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni,“ skrifaði forsetinn meðal annars. Joe Biden hefur borið sigur úr býtum í forsetakosningum í Bandaríkjunum, með Kamala Harris varaforsetaefni sér við hlið....Posted by Forseti Íslands on Saturday, 7 November 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kína Rússland Tyrkland Donald Trump Joe Biden Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira