Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 23:39 Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan opinberar byggingar til að mótmæla friðarsamningi við Aserbaídsjan. Vísir/Twitter Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14