Evrópuleiðtogar vilja skella í lás eftir hryðjuverkaárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 20:42 Kurz, kanslari Austurríkis, (t.v.), Macron Frakklandsforseti, (f.m.) og Merkel Þýskalandskanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fund þeirra í dag. Vísir/EPA Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira