Ein manneskja – eitt atkvæði Arnar Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 21:01 Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjördæmaskipan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun