„Hræðilegt að heyra af þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2020 10:32 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að málefni Arnarholts verði skoðuð hjá borgaryfirvöldum. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira