Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 18:41 Logi Einarsson, Samfylkingarinnar, óttast að Sjálfstæðismenn muni nýta krepputíma og hefja umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Vísir/anton Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira