„Þessi tilraun er búin að sigla upp á sker, þetta mistókst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:50 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist eiga von á átökum í þingsal um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira