Mugison nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:41 Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Aldrei fór ég suður Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur verið ráðinn sem næsti rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er um páskana ár hvert á Ísafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. Mugison tekur við keflinu af Kristjáni Frey sem hefur verið rokkstjóri undanfarin fjögur ár. Mugison er einn þeirra sem efndu til fyrstu tónlistarveislunnar undir merkjum Aldrei fór ég suður árið 2004. Hátíðin fagnar því sautján ára afmælinu næsta vor þegar 18. hátíðin fer fram. „Aldrei fór ég suður var haldin með óhefðbundnu sniði í ár vegna heimsfaraldursins en þótti hátíðarhöldurum takast vel til að bregðast við aðstæðum og búa til skemmtilega dagskrá sem landsmenn gátu fylgst með heim í stofu. Á hátíðinni í ár komu fram um tuttugu hljómsveitir, tónlistarkonur og -menn úr ýmsum áttum. Helgast hátíðin einna helst að því að teflt er fram landsþekktu tónlistarfólki í bland við hæfileikafólk heiman úr héraði og hafa rúmlega 400 tónlistaratriði stigið á stokk fyrir vestan um páskana frá upphafsárinu. Meðal þeirra sem komu fram í ár og buðu upp á ógleymanleg framlög voru Eivör, Moses Hightower, Snorri Helga og Saga Garðars, Dóra Wonder, Lay Low og Árný Margrét. Fráfarandi rokkstjórinn Kristján Freyr hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna og mun einnig sjá um dagskrá í tilefni Dags íslenskrar tónlistar sem verður 1. desember næstkomandi. Kristján Freyr mun þó áfram starfa við hlið nýs rokkstjóra, innan Aldrei fór ég suður nefndarinnar, ásamt rokkstjórum fyrri ára og góðum hópi vestfirsks ástríðufólks um tónlistarmenningu. Rokkstjórn Aldrei fór ég suður vill nota tækifærið og þakka Kristjáni Frey fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar og um leið óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningu. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Vistaskipti Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur verið ráðinn sem næsti rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er um páskana ár hvert á Ísafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. Mugison tekur við keflinu af Kristjáni Frey sem hefur verið rokkstjóri undanfarin fjögur ár. Mugison er einn þeirra sem efndu til fyrstu tónlistarveislunnar undir merkjum Aldrei fór ég suður árið 2004. Hátíðin fagnar því sautján ára afmælinu næsta vor þegar 18. hátíðin fer fram. „Aldrei fór ég suður var haldin með óhefðbundnu sniði í ár vegna heimsfaraldursins en þótti hátíðarhöldurum takast vel til að bregðast við aðstæðum og búa til skemmtilega dagskrá sem landsmenn gátu fylgst með heim í stofu. Á hátíðinni í ár komu fram um tuttugu hljómsveitir, tónlistarkonur og -menn úr ýmsum áttum. Helgast hátíðin einna helst að því að teflt er fram landsþekktu tónlistarfólki í bland við hæfileikafólk heiman úr héraði og hafa rúmlega 400 tónlistaratriði stigið á stokk fyrir vestan um páskana frá upphafsárinu. Meðal þeirra sem komu fram í ár og buðu upp á ógleymanleg framlög voru Eivör, Moses Hightower, Snorri Helga og Saga Garðars, Dóra Wonder, Lay Low og Árný Margrét. Fráfarandi rokkstjórinn Kristján Freyr hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna og mun einnig sjá um dagskrá í tilefni Dags íslenskrar tónlistar sem verður 1. desember næstkomandi. Kristján Freyr mun þó áfram starfa við hlið nýs rokkstjóra, innan Aldrei fór ég suður nefndarinnar, ásamt rokkstjórum fyrri ára og góðum hópi vestfirsks ástríðufólks um tónlistarmenningu. Rokkstjórn Aldrei fór ég suður vill nota tækifærið og þakka Kristjáni Frey fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar og um leið óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningu.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Vistaskipti Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“