Tollamál úti á túni Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 17:53 Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun