Taumlaus græðgi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. nóvember 2020 10:01 Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun