Vísindasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 13. nóvember 2020 11:06 Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður.
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun