Ríkisstjórnin saman í kosningabaráttu? Björn Leví Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2020 11:16 Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun