Í kyrrþey Þorgrímur Sigmundsson skrifar 14. nóvember 2020 09:31 Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar