Landsvirkjun elur á andúð, hatri og heift gagnvart þeim sem starfa í stóriðjum Vilhjálmur Birgisson skrifar 13. nóvember 2020 17:12 Mig setur hljóðan að lesa heiftina, andúðina og hatrið sem virðist ríkja í garð fyrirtækja í orkusæknum iðnaði af hálfu fulltrúa Landsvirkjunar. En nýjasta svar Landsvirkjunar við áhyggjum mínum um að orkuverð til fyrirtækja í þessum iðnaði sé að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu minna félagsmanna nær nýjum hæðum. Í pistli sem upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar kemur fram að Landsvirkjun sé falið að nýta orkuauðlindir og tryggja að sú nýting skili arði. Um þetta er ekki nokkur ágreiningur og ég er algjörlega sammála Landsvirkjun hvað það varðar, enda hefur Landsvirkjun skilað gríðarlegum hagnaði á liðnum árum, hagnaði sem nemur tugum milljörðum og er það vel. Landsvirkjun heldur því hins vegar fram að verið sé að selja orkuna undir kostnaðarverði og reynir að telja almenningi trú um að verið sé að „gefa“ raforkuna til fyrirtækja í orkusæknum iðnaði. Þetta er svo mikið makalaust bull að það nær ekki nokkurri átt. Rétt er að ítreka það að stóriðjan á Grundartanga er tilbúin að greiða það meðalverð sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 fyrir raforkuna sem voru um 24 dollarar fyrir MW, Þessar tölur eru í góðu samræmi við meðalverð sem hægt er að festa á Nordpool markaðnum næstu árin. En rétt er að geta þess sérstaklega að á þessu meðalverði skilaði Landsvirkjun 14 milljörðum í hagnað, greiddi niður skuldir fyrir 24,3 milljarða og greiddi ríkissjóði arð upp á 4 milljarða. Hvernig getur svona afkoma komið til á verðum sem eiga að vera undir kostnaðarverði? Skoðum nánar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar síðustu 7 ár. Í dag er eigið fé um 300 milljarðar. Landsvirkjun hefur greitt niður skuldir fyrir 160 milljarða á þessum 7 árum og hagnast um 60 milljarða og fyrirtækið hefur greitt 12 milljarða í arð til ríkissjóðs. Og það þrátt fyrir að verðin eigi að vera undir kostnaðarverði eða með öðrum orðum að verið sé að gefa raforkuna. Getur Landsvirkjun sem er með mesta eigið fé fyrirtækja í eigu almennings útskýrt hvernig hún getur skapað svona gríðarlegan hagnað, greitt niður skuldir eins og enginn sé morgundagurinn og greitt ágætis arð á raforkuverðum sem eiga að vera undir kostnaðarverði? Þetta er hagfræði sem þyrfti að kenna í virtustu háskólum um hina víðu veröld, enda hefur hin hefðbundna hagfræði ekki verið með þeim hætti að hægt sé að gefa nánast vöruna sem verið er að selja, en skila gríðarlegri afkomu og niðurgreiða um leið skuldir eins og Landsvirkjun hefur tekist að gera. Rétt er að rifja upp grein frá árinu 2010 þar sem forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirtækið geti átt allar virkjanir skuldlausar árið 2020, en núna kemur þessi sami forstjóri og heldur því fram að Landsvirkjun sé búin að vera að „gefa“ raforkuna á liðnum áratugum. Hvaða þvæla er í gangi innan veggja Landsvirkjunar? Það er með ólíkindum hvernig ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu talar til sinna viðskiptavina í orkusæknum iðnaði og þeirra sem þar starfa. Elur á andúð, hatri og heift og ýjar að því að verið sé að niðurgreiða raforku til þess að þessi störf geti verið hér á landi. Gengur meira að segja svo langt að setja verðmiða á niðurgreiðslu á hvert starf ef Norðurál myndi fara í 14 milljarða uppbyggingu við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Ég hef fjallað um að ég óttist að verðlagning Landsvirkjunar í nýjum raforkusamningum sé að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu minna félagsmanna. Af hverju segi ég það, jú vegna þess að það er nú þegar byrjað að raungerast og er ég þá að tala um nýjan raforkusamning sem Landsvirkjun náði að knýja í gegn með því að vísa ágreiningi um raforkusamninginn í gerðardóm gagnvart Elkem Ísland á Grundartanga. Elkem greiddi fyrir nýjan samning á ári fyrir sín 127 MW um eða yfir 3 milljarða, en eftir nýjan samning mun þessi upphæð nema um 4,3 milljörðum sem er hækkun upp á um eða yfir 1,3 milljarð á ári. En rétt er að geta þess að meðaltals hagnaður Elkem frá árinu 1998 er 781 milljón á ári. Það þarf ekki mikla snillinga í hagfræði til að sjá að svona meðaltalshagnaður dugar vart til að mæta raforkuhækkun upp á 1,3 milljarð á ári. Þessi raforkuhækkun sem Landsvirkjun náði að knýja í gegn er jafnhá og allur launakostnaður fyrirtækisins og ætlar einhver að halda því fram að slíkt hafi ekki áhrif á rekstur fyrirtækisins? Jú svo sannarlega hefur það áhrif, enda hefur Elkem Ísland á Grundartanga þurft að mæta þessari gríðarlegu hækkun á raforku með því að grípa til róttækra mótvægisaðgerða t.d. með því að lækka launakostnað um 322 milljónir á ári sem er lækkun um rúm 15%. Það var m.a. gert með því að fækka starfsmönnum um 15%. Einnig hefur fyrirtækið tilkynnt um fjárfestingarstopp, nema það sem lýtur að nauðsynlegu viðhaldi búnaðar og einnig mun þetta koma niður á þeim fyrirtækjum sem eru að þjónusta fyrirtækið. Það liggur semsagt fyrir að þessi gríðarlega raforkuhækkun mun valda því að skera á niður launakostnað um 322 milljónir á ári sem þýðir að skatttekjur ríkis og sveitarfélaga munu lækka um 119 milljónir á ári. Það má áætla að sveitarfélögin verði af 45 milljónum í skatttekjur. Það er þetta sem ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness hef áhyggjur af, það er að segja að verið sé að leggja atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna í stórkostlega hættu vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar og ef forstjóri Landsvirkjunar skilur það ekki þá verður hann að eiga það við sig. Ég vil að það það komi skýrt fram að mér er „skítsama“ um eigendur þessara fyrirtækja, en mér er alls ekki sama um atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna! Það er einnig rétt að vekja sérstaka athygli á því að allt sem ég hef skrifað og sagt um hættuna við nýja verðstefnu Landsvirkjunar gagnvart stóriðjunni hefur verið að raungerast. Nægir að nefna ummæli Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orku nátttúrunnar nýverið en þar segir hann að sumir stórnotendur rafmagns á Íslandi séu þegar við sársaukamörk þegar kemur að raforkukostnaði. Takið eftir hér mælir forstjóri sem hefur það hlutverk að selja raforku en hann segir að hætta sé á ferðum og það er nákvæmlega þetta sem ég óttast - að með græðgi sinni sé Landsvirkjun að slátra lífsafkomu og atvinnuöryggi þúsunda fjölskyldna og byggðarlaga sem reiða sig á þessa starfsemi. Mín varnaðarorð hafa einnig raungerst hvað álverið í Straumsvík varðar sem rekið er áfram á einungis 85% afköstum og alls óvíst um áframhaldandi veru þeirra hér á landi. Einnig liggur fyrir að Elkem á Grundartanga á í miklum vanda eins og hér hefur verið rakið að ofan sem og PCC á Bakka á Húsavík sem hefur sagt upp nánast öllum starfsmönnum og slökkt á báðum ofnum fyrirtækisins. Það er verulegt umhugsunarefni fyrir stjórnarmenn í Landsvirkjun og stjórnvöld hvernig forstjóri og upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar ala á andúð, heift og hatri í garð þeirra sem starfa í þessum iðnaði og sýna um leið öllu því frábæra starfsfólki sem starfar við að skapa raunveruleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag, algjöra vanvirðingu. Nú er tími til kominn að íslenskir stjórnmálamenn og stjórnvöld grípi í taumana í þessu máli áður en það verður of seint með þeim afleiðingum að þúsundir fjölskyldna missa lífsviðurværi sitt og afkoma sveitarfélaga, sem byggja tekjustofna sína á þessum iðnaði, verður nánast lögð í rúst. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan að lesa heiftina, andúðina og hatrið sem virðist ríkja í garð fyrirtækja í orkusæknum iðnaði af hálfu fulltrúa Landsvirkjunar. En nýjasta svar Landsvirkjunar við áhyggjum mínum um að orkuverð til fyrirtækja í þessum iðnaði sé að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu minna félagsmanna nær nýjum hæðum. Í pistli sem upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar kemur fram að Landsvirkjun sé falið að nýta orkuauðlindir og tryggja að sú nýting skili arði. Um þetta er ekki nokkur ágreiningur og ég er algjörlega sammála Landsvirkjun hvað það varðar, enda hefur Landsvirkjun skilað gríðarlegum hagnaði á liðnum árum, hagnaði sem nemur tugum milljörðum og er það vel. Landsvirkjun heldur því hins vegar fram að verið sé að selja orkuna undir kostnaðarverði og reynir að telja almenningi trú um að verið sé að „gefa“ raforkuna til fyrirtækja í orkusæknum iðnaði. Þetta er svo mikið makalaust bull að það nær ekki nokkurri átt. Rétt er að ítreka það að stóriðjan á Grundartanga er tilbúin að greiða það meðalverð sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 fyrir raforkuna sem voru um 24 dollarar fyrir MW, Þessar tölur eru í góðu samræmi við meðalverð sem hægt er að festa á Nordpool markaðnum næstu árin. En rétt er að geta þess sérstaklega að á þessu meðalverði skilaði Landsvirkjun 14 milljörðum í hagnað, greiddi niður skuldir fyrir 24,3 milljarða og greiddi ríkissjóði arð upp á 4 milljarða. Hvernig getur svona afkoma komið til á verðum sem eiga að vera undir kostnaðarverði? Skoðum nánar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar síðustu 7 ár. Í dag er eigið fé um 300 milljarðar. Landsvirkjun hefur greitt niður skuldir fyrir 160 milljarða á þessum 7 árum og hagnast um 60 milljarða og fyrirtækið hefur greitt 12 milljarða í arð til ríkissjóðs. Og það þrátt fyrir að verðin eigi að vera undir kostnaðarverði eða með öðrum orðum að verið sé að gefa raforkuna. Getur Landsvirkjun sem er með mesta eigið fé fyrirtækja í eigu almennings útskýrt hvernig hún getur skapað svona gríðarlegan hagnað, greitt niður skuldir eins og enginn sé morgundagurinn og greitt ágætis arð á raforkuverðum sem eiga að vera undir kostnaðarverði? Þetta er hagfræði sem þyrfti að kenna í virtustu háskólum um hina víðu veröld, enda hefur hin hefðbundna hagfræði ekki verið með þeim hætti að hægt sé að gefa nánast vöruna sem verið er að selja, en skila gríðarlegri afkomu og niðurgreiða um leið skuldir eins og Landsvirkjun hefur tekist að gera. Rétt er að rifja upp grein frá árinu 2010 þar sem forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirtækið geti átt allar virkjanir skuldlausar árið 2020, en núna kemur þessi sami forstjóri og heldur því fram að Landsvirkjun sé búin að vera að „gefa“ raforkuna á liðnum áratugum. Hvaða þvæla er í gangi innan veggja Landsvirkjunar? Það er með ólíkindum hvernig ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu talar til sinna viðskiptavina í orkusæknum iðnaði og þeirra sem þar starfa. Elur á andúð, hatri og heift og ýjar að því að verið sé að niðurgreiða raforku til þess að þessi störf geti verið hér á landi. Gengur meira að segja svo langt að setja verðmiða á niðurgreiðslu á hvert starf ef Norðurál myndi fara í 14 milljarða uppbyggingu við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Ég hef fjallað um að ég óttist að verðlagning Landsvirkjunar í nýjum raforkusamningum sé að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu minna félagsmanna. Af hverju segi ég það, jú vegna þess að það er nú þegar byrjað að raungerast og er ég þá að tala um nýjan raforkusamning sem Landsvirkjun náði að knýja í gegn með því að vísa ágreiningi um raforkusamninginn í gerðardóm gagnvart Elkem Ísland á Grundartanga. Elkem greiddi fyrir nýjan samning á ári fyrir sín 127 MW um eða yfir 3 milljarða, en eftir nýjan samning mun þessi upphæð nema um 4,3 milljörðum sem er hækkun upp á um eða yfir 1,3 milljarð á ári. En rétt er að geta þess að meðaltals hagnaður Elkem frá árinu 1998 er 781 milljón á ári. Það þarf ekki mikla snillinga í hagfræði til að sjá að svona meðaltalshagnaður dugar vart til að mæta raforkuhækkun upp á 1,3 milljarð á ári. Þessi raforkuhækkun sem Landsvirkjun náði að knýja í gegn er jafnhá og allur launakostnaður fyrirtækisins og ætlar einhver að halda því fram að slíkt hafi ekki áhrif á rekstur fyrirtækisins? Jú svo sannarlega hefur það áhrif, enda hefur Elkem Ísland á Grundartanga þurft að mæta þessari gríðarlegu hækkun á raforku með því að grípa til róttækra mótvægisaðgerða t.d. með því að lækka launakostnað um 322 milljónir á ári sem er lækkun um rúm 15%. Það var m.a. gert með því að fækka starfsmönnum um 15%. Einnig hefur fyrirtækið tilkynnt um fjárfestingarstopp, nema það sem lýtur að nauðsynlegu viðhaldi búnaðar og einnig mun þetta koma niður á þeim fyrirtækjum sem eru að þjónusta fyrirtækið. Það liggur semsagt fyrir að þessi gríðarlega raforkuhækkun mun valda því að skera á niður launakostnað um 322 milljónir á ári sem þýðir að skatttekjur ríkis og sveitarfélaga munu lækka um 119 milljónir á ári. Það má áætla að sveitarfélögin verði af 45 milljónum í skatttekjur. Það er þetta sem ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness hef áhyggjur af, það er að segja að verið sé að leggja atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna í stórkostlega hættu vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar og ef forstjóri Landsvirkjunar skilur það ekki þá verður hann að eiga það við sig. Ég vil að það það komi skýrt fram að mér er „skítsama“ um eigendur þessara fyrirtækja, en mér er alls ekki sama um atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna! Það er einnig rétt að vekja sérstaka athygli á því að allt sem ég hef skrifað og sagt um hættuna við nýja verðstefnu Landsvirkjunar gagnvart stóriðjunni hefur verið að raungerast. Nægir að nefna ummæli Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orku nátttúrunnar nýverið en þar segir hann að sumir stórnotendur rafmagns á Íslandi séu þegar við sársaukamörk þegar kemur að raforkukostnaði. Takið eftir hér mælir forstjóri sem hefur það hlutverk að selja raforku en hann segir að hætta sé á ferðum og það er nákvæmlega þetta sem ég óttast - að með græðgi sinni sé Landsvirkjun að slátra lífsafkomu og atvinnuöryggi þúsunda fjölskyldna og byggðarlaga sem reiða sig á þessa starfsemi. Mín varnaðarorð hafa einnig raungerst hvað álverið í Straumsvík varðar sem rekið er áfram á einungis 85% afköstum og alls óvíst um áframhaldandi veru þeirra hér á landi. Einnig liggur fyrir að Elkem á Grundartanga á í miklum vanda eins og hér hefur verið rakið að ofan sem og PCC á Bakka á Húsavík sem hefur sagt upp nánast öllum starfsmönnum og slökkt á báðum ofnum fyrirtækisins. Það er verulegt umhugsunarefni fyrir stjórnarmenn í Landsvirkjun og stjórnvöld hvernig forstjóri og upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar ala á andúð, heift og hatri í garð þeirra sem starfa í þessum iðnaði og sýna um leið öllu því frábæra starfsfólki sem starfar við að skapa raunveruleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag, algjöra vanvirðingu. Nú er tími til kominn að íslenskir stjórnmálamenn og stjórnvöld grípi í taumana í þessu máli áður en það verður of seint með þeim afleiðingum að þúsundir fjölskyldna missa lífsviðurværi sitt og afkoma sveitarfélaga, sem byggja tekjustofna sína á þessum iðnaði, verður nánast lögð í rúst. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun