Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 10:23 Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. Stjórnarráðið Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira