Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2020 13:13 Landsbankahúsið á Selfossi, sem hefur verið sett á sölu. Húsið þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert. Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert.
Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira