Alfons við það að skrá sig í sögubækurnar í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 11:46 Alfons hefur vart getað látið sig dreyma um árangurinn á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Hér er hann í Evrópuleik gegn AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira