Markvörður Dana finnur til með Íslendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 13:00 Kasper með boltann í leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli. Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason bíða átekta. Vísir/Vilhelm Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City, finnur til með íslenska landsliðinu eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ungverjum á fimmtudaginn var. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin færi á EM. Hann segir ennig að hann geti sett sig í spor íslenska liðsins. Schmeichel ræddi við Jyllands-Posten fyrir leik Danmerkur og Íslands sem fram fer í kvöld. „Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum hefði ég viljað komast eins fljótt og hægt er út á völl aftur. Fá að spila leik og fá góða tilfinningu á ný,“ sagði Schmeichel í viðtalinu. Þá sagðist hann skilja hvernig íslenska liðinu líður. „Get sett mig í þeirra spor þar sem við töpuðum gegn Svíþjóð í umspili. Það sem ég vildi mest af öllu eftir þann leik var að komast út á völl að spila á nýjan leik.“ Varðandi leikinn í kvöld „Ég get ímyndað mér að þeir mæti vel stemmdir til leiks og tilbúnir í leikinn. Þeir vilja eflaust standa sig vel í síðustu leikjum þjálfarans og kveðja hann á góðu nótunum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði ekki áfram með liðið eftir að leikjunum í Þjóðadeildinni væri lokið. Ísland mætir Danmörku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.00 og leikurinn svo 19.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46 Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City, finnur til með íslenska landsliðinu eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ungverjum á fimmtudaginn var. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin færi á EM. Hann segir ennig að hann geti sett sig í spor íslenska liðsins. Schmeichel ræddi við Jyllands-Posten fyrir leik Danmerkur og Íslands sem fram fer í kvöld. „Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum hefði ég viljað komast eins fljótt og hægt er út á völl aftur. Fá að spila leik og fá góða tilfinningu á ný,“ sagði Schmeichel í viðtalinu. Þá sagðist hann skilja hvernig íslenska liðinu líður. „Get sett mig í þeirra spor þar sem við töpuðum gegn Svíþjóð í umspili. Það sem ég vildi mest af öllu eftir þann leik var að komast út á völl að spila á nýjan leik.“ Varðandi leikinn í kvöld „Ég get ímyndað mér að þeir mæti vel stemmdir til leiks og tilbúnir í leikinn. Þeir vilja eflaust standa sig vel í síðustu leikjum þjálfarans og kveðja hann á góðu nótunum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði ekki áfram með liðið eftir að leikjunum í Þjóðadeildinni væri lokið. Ísland mætir Danmörku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.00 og leikurinn svo 19.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46 Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46
Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00