Súrefni sálarinnar Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2020 23:02 Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun