Náðu að stela Söru frá Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:01 Sara Sigmundsdóttir í auglýsingaherferð WIT Fitnes. @wit.fitness Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira