Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir með afa sínum Helga Ágústssyni. Instagram/@katrintanja Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira