Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2020 17:25 Arnar er einn þeirra sem hefur látið vel í sér heyra. vísir/vilhelm Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. „Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku,“ segir í bréfinu. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. Nú hafa þjálfararnir tekið sig saman og skrifað bréf til ráðherra og ráðuneyti ríkisstjórnarinnar auk ÍSÍ. Þar óska þeir eftir því að atvinnu- og afreksíþróttafólk fái að byrja æfa. Þar teikna þjálfararnir upp tvær sviðsmyndir; sú fyrri er að æfingar hefjist strax en síðari myndin er að þetta verði gert í skrefum. Í bréfinu er einnig sagt frá því að æfingabannið geti haft alvarlegar langtímafleiðingar á íþróttamennina. Þá er ekki fjölyrtð um mikilvægi afreksíþrótta og áhrif þeirra á samfélagið. Bréfið má sjá í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. „Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku,“ segir í bréfinu. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. Nú hafa þjálfararnir tekið sig saman og skrifað bréf til ráðherra og ráðuneyti ríkisstjórnarinnar auk ÍSÍ. Þar óska þeir eftir því að atvinnu- og afreksíþróttafólk fái að byrja æfa. Þar teikna þjálfararnir upp tvær sviðsmyndir; sú fyrri er að æfingar hefjist strax en síðari myndin er að þetta verði gert í skrefum. Í bréfinu er einnig sagt frá því að æfingabannið geti haft alvarlegar langtímafleiðingar á íþróttamennina. Þá er ekki fjölyrtð um mikilvægi afreksíþrótta og áhrif þeirra á samfélagið. Bréfið má sjá í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti