Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 15:41 Eþíópískir flóttamenn í Qadarif-héraði í austanverðu Súdan. Þeir hafa flúið hörð átök í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu. AP/Marwan Ali Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð. Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð.
Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira