Báðir flokkar ósáttir við samfélagsmiðlafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2020 21:48 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, ræddi við þingmenn með fjarfundartækni. AP/Bill Clark Forstjórar Facebook og Twitter höfðu í vök að verjast á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu fyrirtækin fyrir skort á aðgerðum gegn hatursorðræðu og svokallaðri upplýsingaóreiðu í tengslum við kosningarnar fyrr í mánuðinum. Repúblikanar gagnrýndu Dorsey og Zuckerberg fyrir að ritskoða Donald Trump, fráfarandi forseta, og aðra íhaldsmenn. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og hann hafi í raun unnið kosningarnar. Twitter merkti um 300 þúsund tíst á milli 27. október og 11. nóvember á þann veg að þau væru misvísandi eða ósönn. Þar var um að ræða um það bil 0,2 prósent allra tísta um kosningarnar á því tímabili, samkvæmt Dorsey. Af þeim voru 456 einnig merkt með viðvörun um að búið væri að draga úr því hvernig hægt væri að dreifa þeim tístum. Jack Dorsey, forstjóri Twitter.AP/Bill Clark Facebook greip til sambærilegra aðgerða vegna rúmlega 150 milljón færslna á samfélagsmiðlinum, eftir að þær voru skoðaðar af óháðum aðilum. Facebook bannaði einnig færslur sem sneru að því að rugla fólk í rýminu varðandi hvenær og hvar það ætti að kjósa. Lindsay Graham, Repúblikani og formaður nefndarinnar, byrjaði fundinn á því að saka þá Dorsey og Zuckerberg um að ritskoða íhaldsmenn og sakaði fyrirtækin um að vilja stýra því hvað væri satt og hvað ekki. Þá gaf Graham í skyn að fella ætti niður reglur sem vernda samfélagsmiðlafyrirtæki fyrir lögsóknum vegna efnis sem birt er á miðlum þeirra. Demókratar eru að miklu leyti sammála því að svipta fyrirtækin þessari lagavernd en gefa upp allt aðrar ástæður, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Þeir hafa lagt áherslu á hatursorðræðu á samfélagsmiðlum og að orðræða þar geti og hafi leitt til ofbeldis í raunheimi. Bæði Zuckerberg og Dorsey viðurkenndu að mistök hefðu verið gerð innan veggja fyrirtækjanna en stóðu þó vörð um stefnur þeirra í þessum málum. Zuckerberg hefur áður sagt að verði umrædd regla felld niður, muni samfélagsmiðlafyrirtæki breyta skilmálum sínum verulega og ritskoða meira með því markmiði að komast hjá lögsóknum. Það sagði hann á öðrum þingnefndarfundi í síðasta mánuði. Dorsey sagði á sama fundi að niðurfelling reglunnar myndi alfarið breyta því hvernig fólk tjáir sig á internetinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. 12. október 2020 19:20 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55 Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. 16. nóvember 2020 10:34 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Forstjórar Facebook og Twitter höfðu í vök að verjast á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu fyrirtækin fyrir skort á aðgerðum gegn hatursorðræðu og svokallaðri upplýsingaóreiðu í tengslum við kosningarnar fyrr í mánuðinum. Repúblikanar gagnrýndu Dorsey og Zuckerberg fyrir að ritskoða Donald Trump, fráfarandi forseta, og aðra íhaldsmenn. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og hann hafi í raun unnið kosningarnar. Twitter merkti um 300 þúsund tíst á milli 27. október og 11. nóvember á þann veg að þau væru misvísandi eða ósönn. Þar var um að ræða um það bil 0,2 prósent allra tísta um kosningarnar á því tímabili, samkvæmt Dorsey. Af þeim voru 456 einnig merkt með viðvörun um að búið væri að draga úr því hvernig hægt væri að dreifa þeim tístum. Jack Dorsey, forstjóri Twitter.AP/Bill Clark Facebook greip til sambærilegra aðgerða vegna rúmlega 150 milljón færslna á samfélagsmiðlinum, eftir að þær voru skoðaðar af óháðum aðilum. Facebook bannaði einnig færslur sem sneru að því að rugla fólk í rýminu varðandi hvenær og hvar það ætti að kjósa. Lindsay Graham, Repúblikani og formaður nefndarinnar, byrjaði fundinn á því að saka þá Dorsey og Zuckerberg um að ritskoða íhaldsmenn og sakaði fyrirtækin um að vilja stýra því hvað væri satt og hvað ekki. Þá gaf Graham í skyn að fella ætti niður reglur sem vernda samfélagsmiðlafyrirtæki fyrir lögsóknum vegna efnis sem birt er á miðlum þeirra. Demókratar eru að miklu leyti sammála því að svipta fyrirtækin þessari lagavernd en gefa upp allt aðrar ástæður, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Þeir hafa lagt áherslu á hatursorðræðu á samfélagsmiðlum og að orðræða þar geti og hafi leitt til ofbeldis í raunheimi. Bæði Zuckerberg og Dorsey viðurkenndu að mistök hefðu verið gerð innan veggja fyrirtækjanna en stóðu þó vörð um stefnur þeirra í þessum málum. Zuckerberg hefur áður sagt að verði umrædd regla felld niður, muni samfélagsmiðlafyrirtæki breyta skilmálum sínum verulega og ritskoða meira með því markmiði að komast hjá lögsóknum. Það sagði hann á öðrum þingnefndarfundi í síðasta mánuði. Dorsey sagði á sama fundi að niðurfelling reglunnar myndi alfarið breyta því hvernig fólk tjáir sig á internetinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. 12. október 2020 19:20 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55 Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. 16. nóvember 2020 10:34 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. 12. október 2020 19:20
Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07
Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. 3. september 2020 15:55
Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. 16. nóvember 2020 10:34
Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58