Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 22:30 Erik Harmén sat fyrir svörum á Wembley í dag. stöð 2 sport Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali
Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira