„Mig langaði bara að gera góðverk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:23 Tónlistarkonan Dolly Parton gaf milljón dollara í baráttuna gegn Covid-19. Getty/John Lamparski Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira