Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 11:02 Skjáskot úr myndbandinu. Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12
Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02