Hamrén: Fyrri hálfleikurinn til skammar, vorum ekki til staðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 22:31 Erik Hamren þakkar Harry Kane fyrir leikinn. Getty/Ian Walton Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35
Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56
Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02
Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06