Hamrén: Fyrri hálfleikurinn til skammar, vorum ekki til staðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 22:31 Erik Hamren þakkar Harry Kane fyrir leikinn. Getty/Ian Walton Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35
Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56
Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02
Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06