Leysanlegt kolefnisklúður Daði Már Kristófersson skrifar 19. nóvember 2020 11:45 10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar