Reykjavík: 0 krónur Sabine Leskopf skrifar 19. nóvember 2020 13:30 Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar